60 ára afmæli Samtaka íþróttafréttamanna var fagnað í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, þann 21. október 2016. Samtökin voru stofnuð þann 14. febrúar 1956 af Atla Steinarssyni, Halli Símonarsyni, Frímanni Helgasyni og Sigurði Sigurðssyni.

Var það sérstakt ánægjuefni að Atli Steinarsson, einn af stofnendum og fyrsti formaður samtakanna, var viðstaddur og afhenti hann Eiríki Stefáni […]

Meira

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn fimmtudaginn 12. maí. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hóf þar síðara ár sitt sem formaður á núverandi kjörtímabili. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson var endurkjörinn ritari og Jón Kristján Sigurðsson var endurkjörinn gjaldkeri.

Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson verða áfram varamenn í stjórn og þá verða Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson áfram […]

Meira

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldinn fimmtudaginn 12. maí klukk1n 12.00. Venjuleg aðalfundarstörf.

Lagabreytingatillögur verða að hafa borist til félagsmanna tveimur dögum fyrir aðalfund.

Ekki er kosið til formanns á aðalfundi þessa árs en í öll önnur embætti.

Meira

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir hlaut í kvöld sæmdarheitið Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður kosningar Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.

Eygló Ósk á frábært ár að baki í sundlauginni. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári og fyrsta sundkonan til að […]

Meira

Eftirfarandi ræðu flutti Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, á hófi Íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu, 30. desember 2015:

Forseti Íslands, Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Mennta-, menningar- og íþróttamálaráðherra, góðir gestir.

Samtök íþróttafréttamanna útnefna í kvöld Íþróttamann ársins í 60. sinn. Að baki er frábært íþróttaár og erum við Íslendingar svo lánsamir að […]

Meira

Samtök íþróttafréttamanna hafa kunngjört hvaða aðilar hafa verið tilnefndir sem Íþróttamaður ársins, þjálfari ársins og lið ársins.

Í ár verður kjörinu lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu, miðvikudaginn 30. desember.

Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 60. sinn en þjálfari og lið ársins í fjórða sinn.

[…]

Meira

Kjöri Íþróttamanns ársins 2015 verður lýst við hátíðlega athöfn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi miðvikudaginn 30. desember. Lið og þjálfari ársins verða einnig útnefnd en það eru Samtök íþróttamanna sem standa að kjörinu í 60. sinn.

Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar í fjölmiðlum 23. desember.

Við sama tilefni mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veita viðurkenninga […]

Meira

Á félagsfundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag, 14. desember, var nýr meðlimur tekinn inn í samtökin. Edda Sif Pálsdóttir, sem hafið hefur störf á íþróttadeild Rúv, er því nú orðinn fullgildur meðlimur.

Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru alls 26.

Meira